23.2.2007 | 10:38
Til Skammar
Ég á ekki orð yfir þennan gjörning bændanna.
Eitt er að félagasamtök og stjórnmálamenn láti í ljós vanþóknun sína á hvað þetta fólk viðhefst í sínu heimalandi, það er þeirra réttur enda er málfrelsi á Íslandi.
En að hótel banni að hýsa viðkomandi hóp þar sem hans starfsemi í heimalandinu samræmist ekki íslenskum lögum, er fáránlegt. Það skal tekið fram að ég hef enga skoðun á þessu fólki aðra en þá að þeim er frjálst að koma hingað til funda og skemmta sér, skoða land og þjóð eins og annað fólk mín vegna. Einhvern tímann lærði ég að maður væri saklaus þar til sekt þætti sönnuð. Brjóti það hins vegar af sér á Íslandi gagnvart landslögum þá myndu væntanlega lögregluyfirvöld hér skerast í leikinn eins og þeirra skylda er.
Með sömu rökum er hægt að neita íslendingum um gistingu víða erlendis vegna Hvalveiða, sjá menn ekki hvað þetta er fáránlegur gjörningur?
Það er ekki oft sem maður skammast sín fyrir að vera íslendingur, en svo er nú.
Þetta er slæmt PR fyrir ísland og íslenskan túrisma út á við.
Hætt við klámráðstefnu hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála!
Magga (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.